Rafræn skilríki á sjóðfélagavef
26. ágúst 2015
Hægt er að nota rafræn skilríki og Íslykil til að komast inn á sjóðfélagavef Almenna lífeyrissjóðsins og fyrir vikið er aðgengi að vefnum mjög gott. Sérstaklega er hægt að mæla með rafrænum skilríkjum sem er mjög þægilegt að nota. Á nýjum sjóðfélagavef, sem opnar innan skamms, verður hægt að nota rafræn skilríki við að gera breytingar á ávöxtunarleiðum, undirrita samninga og fleira. Algengast og þægilegast er að nota rafræn skilríki í farsíma en hægt er að fá rafræn skilríki fyrir nær allar tegundir farsíma. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki á greiðslukortum með kortalesara í tölvu. Nánari upplýsingar um rafræn skilríki má sjá hér.