Ólafur og Hulda Rós áfram formaður og varaformaður
02. maí 2019
Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar eftir ársfund 2019 var Ólafur Hvanndal Jónsson endurkjörinn formaður stjórnar en Hulda Rós Rúriksdóttir endurkjörinn varaformaður. Við bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa en önnur sæti í aðalstjórn skipa Arna Guðmundsdóttir, Davíð Ólafur Ingimarsson, Oddur Ingimarsson og Sigríður Magnúsdóttir. Varastjórn sjóðsins skipa þau Helga Jónsdóttir, Kristján Þ. Davíðsson og Oddgeir Ottesen. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar um stjórn Almenna.