Ólafur H. Jónsson kosinn formaður
28. apríl 2016
Á stjórnarfundi Almenna lífeyrissjóðsins 27. apríl 2016 var Ólafur H. Jónsson, tæknifræðingur, kosinn formaður stjórnar og Ástríður Jóhannesdóttir, læknir, varaformaður. Ólafur var fyrst kosinn í varastjórn sjóðsins 2012 og í aðalstjórn árið 2014. Ólafur sat í endurskoðunarnefnd á árunum 2009-2016. Ástríður hefur setið í aðalstjórn síðan 2013.
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins 2016-2017 er þá þannig skipuð:
Ólafur H. Jónsson, formaður
Ástríður Jóhannesdóttir, varaformaður
Davíð Ólafur Ingimarsson
Hulda Rós Rúriksdóttir
Sigríður Sigurðardóttir
Sigurjón H. Ingólfsson