Nýtt lánakerfi
08. desember 2021
Almenni lífeyrissjóðurinn er í dag að skipta um lánakerfi fyrir sjóðfélagalán til viðskiptavina sinna og mun á sama tíma taka yfir innheimtu lánanna. Meðan á breytingunum stendur má gera ráð fyrir að einhverjir tæknilegir hnökrar komi upp og biðjum við sjóðfélaga um að sýna því skilning. Þegar innleiðingu verður lokið gerir sjóðurinn ráð fyrir aukinni sjálfvirkni og það sem mestu máli skiptir, bættri þjónustu við sjóðfélaga.
Viðskiptavinum okkar sem eru með lán sín í beingreiðslu með sjálfvirkri skuldfærslu við sinn viðskiptabanka er sérstaklega bent á að fylgjast vel með greiðsluseðlum það sem eftir lifir desembermánaðar.