Getum við aðstoðað?

Nýliðar boðnir velkomnir

22. júní 2022

Nýliðar boðnir velkomnir

Á sérstakri nýliðasíðu hefur Almenni tekið saman 8 myndbönd til upplýsinga fyrir þá sem eru að hefja störf á vinnumarkaði. Myndböndin fjalla meðal annars um hvað lífeyrissjóðir eru, viðbótarlífeyrissparnað og fyrstu fasteign en auk þess er að finna nýtt myndband þar sem Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur hjá Almenna fjallar um ungt fólk og lífeyrismál. Þá má sjá myndbönd um hvað gott er að hafa í huga við gerð ferilskrár og þegar atvinnuviðtal er undirbúið en þau myndbönd eru gerð í samstarfi við Hagvang.

Nú þegar margir eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði er gott að minna á síðuna.