Lífeyrisráðgjöf á tímum veirunnar
31. mars 2020
„Hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst“, segir gamalt máltæki. Á tímum farsóttarinnar er ekki í boði að hittast. Það þýðir samt ekki að til standi að slaka á gæðum þjónustunnar hjá Almenna, hún er bara með öðru sniði.
Aðstoð og leiðsögn
Á meðan samkomubann varir er skrifstofa sjóðsins lokuð og fyrir vikið er ekki hægt að panta fund með ráðgjafa. Ráðgjafar Almenna eru þó til staðar og svara í síma, tölvupósti og netspjalli. Einnig bendum við á að með því að smella á ,,Get ég aðstoðað” eru að finna algengustu spurningar til ráðgjafa og svör við þeim. Sjóðfélagar hafa aðgang að sjóðfélagavef og mælum við með að hafa hann opinn þegar haft er samband en þá geta sjóðfélagar fengið bæði ráðgjöf og leiðsögn um vefinn.
Sjóðfélagavefur frá 1998
Sjóðfélagavefur Almenna hefur veitt uppfærðar upplýsingar um réttindi og inneign hvers og eins síðan hann opnaði 1998. Vefurinn er í stöðugri þróun og nú eru upplýsingarnar er settar fram myndrænu formi sem þægilegt er að glöggva sig á. Hægt er að nýta sér reiknilíkön til að gera áætlanir miðað við breytilegar forsendur og síðast en ekki síst er hægt að breyta um ávöxtunarleið, sækja um lífeyri, ákvarða útborgun séreignar og fleira með rafrænum skilríkjum. Á Launagreiðendavefnum er meðal annars hægt að nálgast yfirlit til senda endurskoðendum og senda inn skilagreinar.