Lífeyriskerfið fær gæðastimpil
05. febrúar 2015
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Efnahags og framfarastofnun Evrópu, OECD, gerði á lífeyriskerfum nokkurra ríkja stendur íslenska lífeyrissjóðakerfið hvað best af vígi. Auk Íslands voru borin saman lífeyriskerfin í Frakklandi, Chile, Noregi, Hollandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Ísland er í hópi þeirra sem best standa hvað varðar væntingar til lífeyris en þeir sem greiða í lífeyrissjóð, auk þess að greiða viðbótarlífeyrissparnað, geta vænst eftirlauna sem eru allt að 100% af meðallaunum yfir starfsævina. Í úttektinni hefur verið tekið tillit til áhrifa efnahagshrunsins hér á Íslandi og segja má að um sé að ræða ákveðinn gæðastimpil á starfsemi lífeyrissjóðanna á Íslandi.
Smelltu hér til að skoða umfjöllum á vef Landssamtaka lífeyrissjóða.