Lífeyrisgáttin opnar
30. október 2013
Lífeyrissjóðirnir hafa opnað svokallaða Lífeyrisgátt, sem er ný leið fyrir sjóðfélaga til að nálgast á einum stað upplýsingar um lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum. Algengt er að fólk eigi lífeyrisréttindi í mörgum sjóðum og erfitt að hafa yfirsýn yfir þau. Með Lífeyrisgáttinni geta sjóðfélagar séð á einum stað öll þau réttindi sem safnast hafa í samtryggingarsjóð, jafnvel þau sem söfnuðust fyrir mörgum árum þegar viðkomandi var unglingur í sumarvinnu.
Hægt er að opna Lífeyrisgáttina beint af sjóðfélagavef Almenna lífeyrissjóðsins með því að smella hér.