Lágur kostnaður íslenskra lífeyrissjóða
24. október 2017
Úttekt OECD
Samkvæmt nýjum tölum sem OECD tekur saman árlega, er skrifstofu og stjórnunarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða með því lægsta sem gerist í heiminum. Fjallað er um þetta á vef Landssamtaka lífeyrissjóða, www.lifeyrismal.is í frétt sem lesa má hér. Árlegt kostnaðarhlutfall er í kring um 0,24% sem er svipað og í Noregi en talsvert lægra en hjá Belgíu, Tékklandi, Spáni, Ástralíu svo dæmi séu tekin. Á meðfylgjandi mynd (úr greininni í www.lifeyrismal.is) er kostnaðarhlutfall lífeyrissjóða í hinum ýmsu löndum borið saman.