Getum við aðstoðað?

Lágur kostnaður íslenskra lífeyrissjóða

24. október 2017

Lágur kostnaður íslenskra lífeyrissjóða

Úttekt OECD

Samkvæmt nýjum tölum sem OECD tekur saman árlega, er skrifstofu og stjórnunarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða með því lægsta sem gerist í heiminum. Fjallað er um þetta á vef Landssamtaka lífeyrissjóða, www.lifeyrismal.is í frétt sem lesa má hér. Árlegt kostnaðarhlutfall er í kring um 0,24% sem er svipað og í Noregi en talsvert lægra en hjá Belgíu, Tékklandi, Spáni, Ástralíu svo dæmi séu tekin. Á meðfylgjandi mynd (úr greininni í www.lifeyrismal.is) er kostnaðarhlutfall lífeyrissjóða í hinum ýmsu löndum borið saman.