Getum við aðstoðað?

Kynning frá frambjóðendum til stjórnar

04. apríl 2016

Þrjú framboð hafa borist í tvö auð sæti í aðalstjórn Almenna lífeyrissjóðsins en kosið verður á ársfundi sem fer fram fimmtudaginn 7. apríl kl. 17:15. Eftirfarandi eru kynningar frá frambjóðendum sjálfum í stafrófsröð.

 

Davíð Ólafur Ingimarsson

35 ára
Fjármálastjóri Greenqloud

Námsferill:

  • Löggiltur verðbréfamiðlari 2010
  • M.Sc. í fjármálum fyrirtækja 2008
  • M.Sc. í hagfræði 2005
  • B.Sc. í hagfræði 2003

Starfsferill:

  • Fjármálastjóri Greenqloud frá 2015
  • Varastjórn Almenna lífeyrissjóðsins frá 2014
  • Stundakennari við Háskóla Íslands frá 2006
  • Yfirmaður sjóðastýringar hjá Landsvirkjun 2014-2015
  • Yfirmaður lánamála hjá Landsvirkjun 2007-2014
  • Sjávarútvegsráðuneytið 2004-2007
  • Hlutastarf hjá Búnaðarbankanum/Kaupþingi 1999-2003

Ástæða framboðs:

Ég hef mikinn áhuga á lífeyrismálum og hef jafnframt yfirgripsmikla þekkingu á fjármálum, sem ég tel að muni koma stjórn sjóðsins og öllum sjóðsfélögum til góða. Ég hef verið í varastjórn stjórn Almenna lífeyrissjóðsins frá 2014 og bý að þeirri reynslu.

 

Ragnar Torfi Geirsson

55 ára
Deildarstjóri, Launadeild Íslandsbanka

Starfsreynsla:

  • 2005 –          Íslandsbanki hf., deildarstjóri Launadeildar
  • 2003 – 2004     Íslandsbanki hf., kerfisfræðingur
  • 1998 – 2003     Sjóvá Almennar tryggingar hf., kerfisfræðingur
  • 1991 – 1998     Kerfi hf., kerfisfræðingur
  • 1990 – 1991     Emerson Technologies LLP, director MIS
  • 1989 – 1990     Emerson Radio Corp., programmer Analyst
  • 1987 – 1989     Seiko Time Corp., Senior programmer Analyst
  • 1985 – 1987     Apparel Business Systems, programmer Analyst
  • 1983 – 1985     Sjóvátrygginafélag Íslands hf., forritari
  • 1981 – 1983     Kaupfélag Borgfirðinga, Tölvari/forritari

Stjórnarstörf:

  • 2008 – 2010        Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis, framkvæmdastjóri
  • 2013 – 2016        Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins, aðalmaður

Menntun:

  • Samvinnuskólinn á Bifröst, Samvinnuskólapróf 1981
  • Hæfismat FME vegna framkvæmdastjórastöðu ESG 2008
  • Hæfismat FME vegna stjórnarsetu í Almenna lífeyrissjóðnum, 2013

Ástæða framboðs:

Starfs mín vegna kem ég mikið að lífeyrismálum starfsmanna og réttindum þeirra við starfslok.  Það og almennur áhugi á málefnum lífeyrissjóða, ekki síst mín eigin sjóðs,  varð til þess að ég bauð mig fram til stjórnarsetu hjá Almenna lífeyrissjóðnum árið 2013.

Starfið í stjórninni síðastliðinn 3 ár hefur verið krefjandi, lærdómsríkt og skemmtilegt.  Ég tel að reynsla mín komi að gagni í stjórn sjóðsins og bíð mig því fram til áframhaldandi starfa.

 

Sigurjón H. Ingólfsson

43 ára
Verkefnastjóri á fjármálasviði Kviku banka hf.

Námsferill:

  • Opni háskólinn í HR, Ábyrgð og árangur stjórnarmanna,  2013
  • Háskólinn í Reykjavík, M.Sc. Fjárfestingastjórnun, dux, 2007
  • Université Paris-Sud Orsay, Maît. hagnýt líkindafræði, 1997
  • Háskóli Íslands, B.Sc. Stærðfræði, 1996
  • Háskóli Íslands, B.Sc. Eðlisfræði, 1996

Starfsferill:

  • Kvika banki hf., verkefnastjóri á fjármálasviði, 2015 –
  • Straumssjóðir, vararegluvörður, 2013 – 2015
  • Straumur fjárfestingabanki hf., Forstöðumaður áhættustýringar 2013 – 2015
  • Straumur fjárfestingabanki hf., Forstöðumaður markaðsáhættu 2010 – 2012
    ALMC hf., Forstöðumaður í endurskipulagningu,  2009 –2010
  • Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. Forstöðumaður Eigna- og skuldastýringu, 2006 –2009
  • Íslandsbanki hf., Hugbúnaðarsérfræðingur,  2003 –2006
  • Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Hugbúnaðarsérfræðingur,  1997 – 2003

Ástæða framboðs:

Síðastliðinn áratug hef ég starfað á fjármálamarkaði og á þeirri vegferð hef ég aflað mér dýrmætrar reynslu, þar sem reynt hefur á flesta þá þætti sem góður og ábyrgur stjórnarmaður þarf til að bera.

Ég hef öðlast gott skynbragð á starfsemi eftirlitsskyldra aðila, þ.m.t. lífeyrissjóða, þar sem ég hef m.a. borið ábyrgð á eigna- og skuldastýringu hjá alþjóðlegum fjárfestingabanka, átt sæti í fjárfestinga- og áhættunefndum og setið í umsagnarnefnd á vegum Samtaka fjármálafyrirtækja vegna löggjafar um fjármálafyrirtæki.

Í fyrri störfum mínum sem forstöðumaður áhættustýringar og regluvörður hef tileinkað mér nákvæm og öguð vinnubrögð, þar sem nauðsynlegt er að tileinka sér heildarhagsmuni allra aðila til lengri tíma. Ég vil því nýta krafta mína, þekkingu og reynslu í þágu lífeyrissjóðsins míns, öllum sjóðsfélögum til heilla.