Kynning á frambjóðendum
19. mars 2021
Þrjú framboð, tvö laus sæti
Þrjú framboð hafa borist í tvö laus sæti í aðalstjórn Almenna. Eftirfarandi er kynning frá frambjóðendum í stafrófsröð.
Fundinum hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Arna Guðmundsdóttir
55ára
Lyflæknir og sérfræðingur í innkirtlalækningum
Námsferill:
- Embættispróf frá læknadeild HÍ 1992
- Sérfræðinám í lyflækningum, innkirtla-og efnaskiptalækningum, University of Iowa, USA 1996-2002
- MBA nám, Háskólinn Reykjavík, 2016-2018
- MBA nám, Gustavson School of Business, University of Victoria, BC, Canada, 2017
Starfsferill:
- Læknir á Landspítala,1992-1996
- Læknir í sérnámi við University of Iowa, 1996-2002
- Sérfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, 2003-
- Sérfræðingur hjá eigin læknastofu, Insula slf, 2003-
- Læknafélag Íslands, formaður Fræðslustofnunar 2005-2013, stjórn 2014-2017
- Læknafélag Reykjavíkur, formaður 2014-2018
Ástæða framboðs:
Ég bíð mig fram til áframhaldandi stjórnarsetu vegna áhuga míns á lífeyrismálum. Ég tel mikilvægt að lífeyrir sjóðfélaga sé ávaxtaður á sem hagkvæmastan hátt á sama tíma og gætt sé að því markmiði Almenna lífeyrissjóðsins að halda kostnaði í lágmarki þannig að sem mest af ávöxtun sjóðsins skili sér til sjóðfélaga. Ég hef haft sérstakan áhuga á því að sjóðurinn miðli upplýsingum til sjóðfélaga á eins skilvirkan hátt og unnt er, bæði varðandi rekstur hans og annað sem viðkemur lífeyrismálum. Til þess þarf heimasíða að vera notendavæn og öll samskipti starfsfólks við sjóðfélaga sem allra skilvirkust.
Elísabet Sveinsdóttir
57 ára
Viðskiptafræðingur
Námsferill:
- Viðskiptafræðingur MBA
Starfsferill:
- Íslandsbanki
- Advania
- Háskóli Íslands
Ástæða framboðs:
Málefni lífeyrissjóða eru mál fólksins sem í hann greiða og ég hef haft áhuga á þessum málum síðan ég hóf að greiða sjálf í sjóðinn fyrir allmörgum árum. Það skiptir miklu máli að almenningur fái að fylgjast með og koma með ábendingar þar sem lífeyrismál og lífeyrisréttindi eru hagsmunamál almennings.
Hulda Rós Rúriksdóttir
57 ára
Hæstaréttarlögmaður – starfandi í eigin fyrirtæki, Lögmönnum Laugavegi 3
Námsferill:
- Stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði 1984.
- Cand.juris frá Háskóla Íslands 1991
- Héraðsdómslögmaður 1995
- Hæstaréttarlögmaður 2008
Starfsferill:
- 1991 – 1992 – Fasteignamiðstöðin hf.
- 1992 – 2000 – Sýslumaðurinn í Reykjavík
- 2000 – 2005 – Lögfræðistofa Atla Gíslasonar
- Frá 2006 – hef rekið eigin lögfræðistofu með öðrum lögmönnum, fyrst undir nafninu Borgarlögmenn (til ársins 2009) en undir nafninu Lögmenn Laugavegi 3 frá árinu 2010.
- Hef auk þess verið stjórnarmaður í Almenna lífeyrissjóðnum s.l. 6 ár og setið sem varamaður í stjórn Landssambands lífeyrissjóða s.l. 4 ár.
- Hef meðfram lögmannsstörfum starfað í eftirtöldum nefndum: matsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði – formaður nefndarinnar samkvæmt tilnefningu ráðherra á tímabilinu frá 2011 – 2019 og í úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerð samkvæmt lögum nr. 54/2006 frá árinu 2008 til 2015.
Ástæða framboðs:
Hef setið í stjórn í 6 ár , þar af varaformaður stjórnar í eitt ár. Um er að ræða gríðarlega áhugavert hlutverk, þ.e. að sitja í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins og hef mikinn áhuga á að halda því áfram næsta kjörtímabil. Ég bauð mig fram til að starfa í þágu allra sjóðfélaga Almenna lífeyrissjóðsins.