Innborganir inn á húsnæðislán
07. október 2014
Innborganir á húsnæðislán eru ekki komnar til framkvæmda en margar fyrirspurnir um þær berast til Almenna lífeyrissjóðsins þessa dagana. Unnið er að tæknilegri lausn á innborguninni sem að mestu er í höndum Ríkisskattstjóra en lögin sem unnið er eftir gera ráð fyrir að fyrsta innborgunin eigi sér stað fyrir lok nóvember. Almenni lífeyrissjóðurinn vill benda sjóðfélögum á að fara vel yfir launaseðlana sína til að ganga úr skugga um að viðbótarsparnaður sé dreginn af launum. Til að kanna hvort greiðslur séu að berast er heppilegt að fara inn á sjóðfélagavefinn til að stemma launaseðla og innborganir af. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar geta skoðað sérsaka upplýsingasíðu Almenna lífeyrissjóðsins um greiðslu séreignar inn á lán sem má finna hér.