Getum við aðstoðað?

Opið fyrir úttekt á séreign

19. maí 2021

Opið fyrir úttekt á séreign

Eingöngu af viðbótarlífeyrissparnaði

Heimild til úttektar á viðbótarlífeyrissparnaði vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var framlengd með lögum sem samþykkt voru á Alþingi 11. maí síðastliðinn. Heimildin er sambærileg þeirri sem  var í gildi í á síðasta ári. Viðmiðunardagsetning nú er 1. apríl 2021, síðasti umsóknardagur er 1. janúar 2022 og samanlögð fjárhæð er 12 milljónir. Ef tekið var út samkvæmt heimildinni í fyrra dregst sú fjárhæð frá.  

Eingöngu er hægt að taka út séreignarsjóð sem myndast hefur af viðbótarlífeyrissparnaði en ekki séreign sem myndast af skyldusparnaði (lágmarksiðgjaldi). 

  • Einstaklingar geta tekið út séreignarsparnað á 15 mánaða tímabili.
  • Hægt er að fá greitt allt að 800.000 krónur á mánuði. 
  • Hámarksútborgun er 12.000.000 á tímabilinu. 
  • Athugið að tekjuskattur er dreginn af fjárhæðunum áður en þær eru greiddar út. 
  • Greiðslurnar skerða hvorki greiðslu vaxta-, barna- eða tryggingabóta 

Smelltu hér til að taka út