Fræðsluvefur um lífeyrismál

31. júlí 2014

Almenni lífeyrissjóðurinn leggur mikla áherslu á að að miðla upplýsingum um lífeyrismál til sjóðfélaga. Á sérstökum fræðsluvef er að finna fræðslugreinar og myndbönd sem sjóðfélagar geta sótt í auk þess sem reglulega eru birtar fréttir af sjóðnum og málefnum sem tengjast lífeyrismálum.  Það er gleðiefni að tímaritið European Pensions hefur tvö ár í röð tilnefnt Almenna meðal bestu lífeyrissjóða í álfunni í  samskiptum við sjóðfélaga og samkvæmt World Finance tímaritinu er Almenni lífeyrissjóðurinn besti lífeyrissjóður á Íslandi. Líklegt er að fræðsluvefurinn hafi skipt máli við val á sjóðnum í báðum þessu tilfellum. Smelltu hér til að skoða fræðsluvefinn.