Frábært á Framadögum
29. janúar 2019
Almenni tók í annað sinn þátt í Framadögum AIESEC sem haldinn var 24. janúar síðastliðinn í húsnæði Háskólans í Reykjavík. Markmið þeirra er að leiða saman háskólanema og fyrirtæki og gefa þeim tækifæri til að kynnast með möguleg sumarstörf, framtíðarstörf, viðskipti eða verkefnavinnu í huga. Framadagar eru mjög vel sóttir af nemendum allra háskóla og 80 fyrirtæki tóku þátt í ár. Helga Valdís Björnsdóttir starfsmaður Almenna hélt erindi undir yfirskriftinni Sparnaður í háskólanámi og undirbúningur fyrir framtíðina. Auk þess bryddaði Almenni upp á þeirri nýjung að vera með spurningaleik á básnum en það vakti mikla lukku eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Auk þess var gert myndband um þátttöku Almenna í Framadögum sem sjá má hér fyrir neðan: