Flottir Framadagar
06. febrúar 2014
Framadagar voru vel sóttir í ár eins og endranær en Almenni lífeyrissjóðurinn tók nú þátt í sýningunni annað árið í röð. Tilgangur þátttöku sjóðsins var að leggja áherslu á að það sé aldrei of snemmt að huga að lífeyrismálum og boða sýningargesti á kynningarfund um lífeyrismál fyrir ungt fólk með yfirskriftinni „Ekki kennt í skóla“. Sýningargestir sýndu sjóðnum og fundinum verulegan áhuga en um 100 manns boðuðu komu sína á hann. Á fundinum verður haldin stutt kynning um það sem skiptir máli í lífeyrismálum þegar fólk stígur sín fyrstu skref í atvinnulífinu.
Á myndinni má sjá gesti Framadaga spjalla við starfsfólk Almenna lífeyrissjóðsins.