Fjárfestingastefna 2015 birt
01. desember 2014
Fjárfestingarstefna Almenna lífeyrissjóðsins fyrir árið 2015 var undirrituð af stjórn sjóðsins 26. nóvember síðastliðinn.
Helstu breytingar á stefnunni eru þær að vægi hlutabréfa og skuldabréfa í fjárfestingarstefnu samtryggingarsjóðs hefur verið breytt. Nú er stefnt að jöfnu vægi skuldabréfa og hlutabréfa, en áður var stefnt að 60% vægi skuldabréfa og 40% vægi hlutabréfa. Þessi breyting er gerð með langtímasjónarmið í huga og í stefnunni er horft til þess að stærsti hluti hlutabréfanna verði í erlendum hlutabréfum, til að auka áhættudreifingu.
Vægi einstakra flokka innlendra skuldabréfa í fjárfestingarstefnunni hefur verið breytt til samræmis við vægi þessara útgefanda á skuldabréfamarkaði. Þannig hefur hlutfall skuldabréfa fyrirtækja og fjármálastofnana verið aukið á móti lækkun á hlutfalli sveitarfélagaskuldabréfa.
Stefna um hlutfall erlendra framtakssjóða (private equity) af erlendum hlutabréfum er nú 10% en áður var um heimildarákvæði að ræða ( 0 – 10%). Á móti lækkar stefna um hlutfall skráðra erlendra hlutabréfa (sjóða).
Áhættustýring hefur verið innleidd í sjóðnum á grundvelli leiðbeinandi tilmæla um áhættu- stýringu frá FME. Kafli VI um áhættustefnu (útdráttur) er uppfærður með hliðsjón af uppfærðri áhættustefnu sjóðsins, samþykkt af stjórn lífeyrissjóðsins í nóvember 2014.
Smelltu hér til að skoða fjárfestingastefnuna í heild sinni.