Fjárfestingarstefna Almenna lífeyrissjóðsins 2020
29. nóvember 2019
Fjárfestingarstefna Almenna lífeyrissjóðsins fyrir árið 2020 var undirrituð af stjórn sjóðsins þann 27. nóvember 2019.
Fjárfestingarstefnan er birt í heild sinni á vefsíðu sjóðsins, sjá hér. Helstu breytingar frá fjárfestingarstefnu 2019 eru eftirfarandi:
- Vægi hefur verið hnikað til á milli skuldabréfaflokka í Ævisöfnum I, II, III og samtryggingarsjóði þannig að rými fyrir fjárfestingar í erlendum skuldabréfum hefur lítillega verið aukið. Á móti er dregið úr vægi innlendra skuldabréfa í stefnu.
- Vægi milli skuldabréfaflokka í Húsnæðissafni hefur einnig verið hnikað til, þannig að eignasam-setning sé meira í samræmi við stefnu safnsins.
- Söfn lífeyrissjóðsins eru enn nokkuð frá stefnu í erlendum eignum vegna gjaldeyrishafta sem voru í gildi á árunum 2008 – 2017. Áfram er stefnt að því að auka erlendar fjárfestingar og gert er ráð fyrir að söfn lífeyrissjóðsins nái stefnu um erlendar eignir á næstu 2-4 árum.
Sjóðfélagar geta valið á milli sjö ávöxtunarleiða fyrir séreignarsparnað hjá Almenna og eignir samtryggingarsjóðs eru ávaxtaðar í sérgreindu verðbréfasafni. Í fjárfestingarstefnunni eru ítarlegar upplýsingar stefnu og markmið ávöxtunarleiða auk viðmiðana sem sjóðurinn lítur til við stýringu eigna. Sjóðfélagar eru hvattir til að kynna sér fjárfestingarstefnuna.