Enn aukast útlán
08. júní 2016
Mikil aukning hefur orðið á lántöku sjóðfélaga á undanförnum misserum enda býður Almenni lánakjör sem standast samanburð við það besta sem gerist á lánamarkaði. Á milli áranna 2014 til 2015 ríflega tvöfölduðust lántökur og svo virðist sem aukningin sé enn veruleg ef marka má fyrstu mánuði ársins. Heildarlán fyrstu fjögurra mánaða ársins hafa enn aukist verulega og ef fram heldur sem horfir stefnir í metár í útlánum.
Í boði eru verðtryggð lán með föstum eða breytilegum vöxtum og óverðtryggð lán með föstum vöxtum til 12 mánaða. Lánstími lána er sveigjanlegur, frá 5 árum til allt að 40 ára og enginn kostnaður er greiddur við innborgun eða uppgreiðslu lána. Sjá nánar hér.