Einn af 5 bestu í Evrópu
28. nóvember 2014
Tímaritið IPE (Investment & Pensions Europe) hefur tilnefnt Almenna lífeyrissjóðinn sem einn af fimm bestu lífeyrissjóðum í Evrópu. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Vínarborg í síðustu viku. Tilnefningin er verulegur heiður fyrir sjóðinn en Almenni var eini íslenski lífeyrissjóðurinn sem tilnefndur var í þessum flokki en sjóðurinn var einnig tilnefndur í flokki bestu lífeyrissjóða meðal smáþjóða.