Bein útsending síðan 1998

30. september 2014

Upplýsingablöð um ávöxtunarleiðir Almenna lífeyrissjóðsins eru uppfærð mánaðarlega. Þetta gerir sjóðfélögum kleift að fylgjast vel og ítarlega með því sem er að gerast í hverju safni fyrir sig. Almenni lífeyrissjóðurinn er stoltur af því að hafa uppfært gengi ávöxtunarleiða daglega frá 1998 og birt á heimasíðu sjóðsins. Frá sama tíma hafa sjóðfélagar haft aðgang að læstum sjóðfélagavef þar sem þeir geta fylgst með eigin sjóðsöfnun og réttindum. Þetta ber vott um þann metnað sem sjóðurinn leggur í að miðla upplýsingum til sjóðfélaga, eins fljótt, vel og ítarlega og frekast er kostur. Smelltu hér til að skoða upplýsingablöð, hér til að skoða súlurit á forsíðunni og hér til að skrá þig inn á sjóðfélagavef.