Vel heppnaður fundur um ávöxtun

27. janúar 2020

Vel heppnaður fundur um ávöxtun

Fimmtudaginn 23. janúar síðasliðinn stóð Almenni lífeyrissjóðurinn fyrir morgunfundi fyrir sjóðfélaga þar sem farið var yfir ávöxtun ársins 2019 og rætt um horfur á mörkuðum í ársbyrjun 2020 

Á fundinum voru erindi Grétars Más Axelssonar sjóðstjóra hjá Almenna og Kristrúnar Frostadóttur,  aðalhagfræðingi Kviku. Erindi Grétars fjallaði um ávöxtun eignasafna og markaða á árinu 2019 undir yfirskriftinni Aldrei vekja mig af þessum geggjaða draumi. Kristrún fór yfir stöðu og markaðsaðstæður heima og erlendis og horfur í byrjun árs en yfirskrift erindis hennar var Ávöxtun í lágvaxtaumhverfi.

Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu á Facebook en upptöku frá fundinum er hægt að nálgast hér.