Ársfundur 2023
31. mars 2023
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins 2022 var haldinn fimmtudaginn 30. mars 2022 á Grand Hótel Reykjavík.
Á fundinum flutti Hulda Rós Rúriksdóttir stjórnarformaður skýrslu stjórnar, Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning og tryggingafræðilega stöðu sjóðsins og Kristjana Sigurðardóttir fjárfestingastjóri kynnti fjárfestingarstefnu sjóðsins.
Í aðdraganda ársfundarins fór fram rafrænt stjórnarkjör. Tólf sjóðfélagar buðu sig fram í tvö laus sæti í stjórn en einnig var kosið um eitt laust sæti konu í varastjórn. Þetta var í annað sinn sem Almenni stóð fyrir rafrænni kosningu í stjórn. Kosning hófst á hádegi 22. mars og lauk kl. 16, 29. mars.
Á kjörskrá voru alls 52.886 sjóðfélagar og nýttu 723 sjóðfélagar kosningarétt sinn, eða 1,37% sjóðfélaga. Heildaratkvæðamagn atkvæða í kosningunum var 352.082.869.467. Greidd atkvæði voru 23.870.517.418. Kjörsókn miðað við atkvæðamagn var því 6,78%.
Úrslit voru tilkynnt á ársfundi sjóðsins. Niðurstaða kosninganna var að Albert Þór Jónsson og Sigríður Magnúsdóttir voru kjörin í aðalstjórn til þriggja ára en Lára Jónasardóttir hlaut kosningu í varastjórn til þriggja ára.
Tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins voru kynntar og samþykktar auk þess sem Ernst & Young ehf. var sjálfkjörið sem endurskoðunarfélag sjóðsins fyrir reikningsárið 2023.