Almenni, einn sá besti í Evrópu

10. apríl 2015

Tímaritið European Pensions, sem veitir árlega verðlaun til þess lífeyrissjóðs í Evrópu sem skara þykir framúr í upplýsingagjöf til sjóðfélaga, birti í gær lista yfir þá sem tilnefndir eru í ár. Almenni lífeyrissjóðurinn var þriðja árið í röð tilnefndur til þessara verðlauna og lítur á það sem viðkenningu á þeirri góðu þjónustu sem sjóðurinn veitir og hvatningu til að halda áfram á sömu braut. Þann 25. júní næstkomandi skýrist hver þeirra sex lífeyrissjóða sem tilnefndir eru hlýtur verðlaunin í ár.

Smelltu hér til að skoða síðuna með tilnefningum.