Almenni á Instagram og Linkedin
05. júlí 2022
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur jafnt og þétt fjölgað þeim stöðum þar sem er að finna upplýsingar um sjóðinn og lifeyrismál almennt. Samfélagsmiðlar hafa notið vaxandi vinsælda á undanförnum árum og því þykir sjóðnum upplagt að nýta sér þá. Nýjustu viðbæturnar komu á vormánuðum þegar Almenni opnaði síður á miðlunum Instagram og Linkedin sem báðir njóta verulegra vinsælda. Fyrir er sjóðurinn með Facebook síðu og Youtube rás auk þess að vera hafa birt nokkra hlaðvarpsþætti um lífeyrismál á helstu veitum.