Afgreiðslutími yfir hátíðirnar

20. desember 2013

Skrifstofa Almenna lífeyrissjóðsins verður lokuð á aðfangadag og gamalársdag. Athygli er vakin á því að á fyrsta afgreiðsludegi nýs árs, fimmtudaginn 2. janúar, er opið frá kl. 10 –16. Aðra virka daga er hefðbundinn afgreiðslutími frá kl. 9-16.

Starfsfólk Almenna lífeyrissjóðsins þakkar fyrir samskiptin og viðskiptin á árinu sem er að líða og óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.