Getum við aðstoðað?

Hvað þarf ég að spara mikið til eftirlaunaáranna?
Er nóg að greiða lögbundið iðgjald í lífeyrissjóð og greiða 2% af launum í viðbótarlífeyrissparnað gegn 2% mótframlagi launagreiðanda?

Svarið við þessum spurningum er breytilegt eftir einstaklingum. Það ræðst af mörgum atriðum eins og fjölskylduhögum, eignum og skuldum og svo auðvitað því lífsmynstri eða þeim lífsstíl sem hver og einn lifir. Til þess að geta svarað spurningunni er nauðsynlegt að setja sér markmið um eftirlaun sem tekur mið af þessum atriðum. Að því gerðu er hægt að bera markmiðin saman við núverandi stöðu og gera áætlun til að ná þeim.

  • Settu þér raunhæf markmið um eftirlaun. Þú þarft að geta náð markmiðinu með sparnaði sem þú ræður við og reikna með hóflegum vöxtum.
  • Markmiðið getur verið að halda óbreyttum tekjum þegar þú hættir að vinna eða sætta sig við lægri tekjur, t.d. 70%-80% af núverandi launum.
  • Eftir að vinnu lýkur falla niður ýmsir útgjaldaliðir sem gera það að verkum að sumir geta sætt sig við nokkra launalækkun. Sem dæmi má nefna að á eftirlaunaárunum falla niður greiðslur í lífeyrissjóð, fólk er almennt ekki lengur með börn á framfæri og svo eru margir búnir greiða upp fasteignalán.
  • Berðu markmiðið saman við núverandi stöðu. Reiknaðu hvaða eftirlaunum þú mátt eiga von á miðað við óbreyttar greiðslur í lífeyrissjóð og núverandi sparnað. Mismunurinn á markmiðinu og útreiknuðum eftirlaunum segir þér hvort núverandi sparnaður er nægur eða hvort þú þurfir að spara meira.
  • Ef núverandi sparnaður dugar ekki til að ná settu markmiði er næsta skref að reikna hvað þarf að spara mikið til að ná því og gera áætlun í samræmi við það. Hugsanlegt er að áætlunin sýni að erfitt sé að ná markmiðinu. Þá þarf að meta hvort markmiðið hafi verið of bratt og hugsanlega lækka það.

Til þess að setja þér markmið um eftirlaun þarftu að spyrja þig hvaða tekjur þú þurfir eftir að þú hættir að vinna eða hvað tekjur þú viljir hafa? Án þess að hafa neitt markmið til að stefna að er ekki hægt að átta sig á stöðunni og svara ofangreindum spurningum. Að vera án markmiðs er líkt og að aka bíl í myrkri án ljósa.

 

Hvernig getur Almenni aðstoðað þig?