Hlaðvarp Almenna
Aftur á yfirlitHlaðvarp #8, Seðlar - borðspil um fjármál
Flestum ber saman um að fjármálalæsi sé ábótavant á Íslandi og að það sé risastór áskorun að gera fjármál og lífeyrismál áhugaverð fyrir fólki, sérstaklega ungu fólki. Þá áskorun þekkjum við vel sem glímum við það daglega að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki. Raunveruleikur Almenna var einmitt dæmi um ágætlega heppnaða tilraun til þess en þar var leikur á netinu notaður til að kynna þessi flóknu hugtök um fjármál og lífeyrismál. Verkfræðinemarnir Tristan Þórðarson og Veigar Elí Grétarsson virðast vera að hugsa á svipuðum nótum en þeir eru að vinna að þróun borðspils um fjármál sem þeir kalla Seðla. Halldór Bachmann, kynningarstjóri Almenna ræddi við þá félaga.