Getum við aðstoðað?

Hlaðvarp Almenna

Aftur á yfirlit

Hlaðvarp #7, Ungt fólk vill læra um líf­eyr­is­mál

Samkvæmt rannsókn sem Ásdís Rún Ragnarsdóttir meistaranemi í mannauðsstjórnun gerði í lokaverkefni námsins, telur ungt fólk að það ætti að þekkja grunnatriði í lífeyrismálum en gerir sér einnig grein fyrir vanþekkingu sinni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum þætti af Hlaðvarpi Almenna. Í þættinum greinir Ásdís frá helstu niðurstöðum rannsóknarinnar í samtali við Halldór Bachmann, kynningarstjóra.