Getum við aðstoðað?

Fjárfestingarstefna

Markmið Almenna lífeyrissjóðsins, er að ávaxta fé sjóðfélaga á hagkvæman hátt og tryggja þeim bestu ávöxtun miðað við áhættu (skilgreind með flökti ársávöxtunar).

Markmið Almenna lífeyrissjóðsins, er að ávaxta fé sjóðfélaga á hagkvæman hátt og tryggja þeim bestu ávöxtun miðað við áhættu (skilgreind með flökti ársávöxtunar).

Sjóðstjórar skulu ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjör­um sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxt­unar og áhættu. Eignasamsetning Almenna lífeyrissjóðsins skal vera í samræmi við heimildir í VII. kafla laga um skyldu­tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi líf­eyrissjóða nr. 129/1997 með síðari breyt­ingum.

Í séreignarsjóði Almenna lífeyrissjóðsins geta sjóð­félagar valið á milli þriggja verð­bréfa­safna, Ævisafna I, II og III, með mismun­andi eignasamsetningu og áhættu, Húsnæðissafns, eins Innlánasafns sem geymir eignir sínar á innlánsreikningum og tveggja ríkissafna. Sjóð­félagar geta valið sér safn ýmist eftir því hversu mikla áhættu þeir vilja taka eða eftir aldri. Þeir geta einnig valið Ævi­leiðina og þá flyst inneign þeirra milli ævisafna til að minnka áhættuna eftir því sem nær dregur starfslokum.

Eignir samtryggingar­sjóðs eru ávaxtaðar í sérgreindu verð­bréfasafni og er markmið sjóðsins að tryggingafræðileg staða sé á hverjum tíma í jafnvægi.

Fjárfestingarstefna 2023 samþykkt af stjórn 29. nóvember 2022