Fjárfestingarstefna
Markmið Almenna lífeyrissjóðsins, er að ávaxta fé sjóðfélaga á hagkvæman hátt og tryggja þeim bestu ávöxtun miðað við áhættu (skilgreind með flökti ársávöxtunar).
Markmið Almenna lífeyrissjóðsins, er að ávaxta fé sjóðfélaga á hagkvæman hátt og tryggja þeim bestu ávöxtun miðað við áhættu (skilgreind með flökti ársávöxtunar).
Sjóðstjórar skulu ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Eignasamsetning Almenna lífeyrissjóðsins skal vera í samræmi við heimildir í VII. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 með síðari breytingum.
Í séreignarsjóði Almenna lífeyrissjóðsins geta sjóðfélagar valið á milli þriggja verðbréfasafna, Ævisafna I, II og III, með mismunandi eignasamsetningu og áhættu, Húsnæðissafns, eins Innlánasafns sem geymir eignir sínar á innlánsreikningum og tveggja ríkissafna. Sjóðfélagar geta valið sér safn ýmist eftir því hversu mikla áhættu þeir vilja taka eða eftir aldri. Þeir geta einnig valið Ævileiðina og þá flyst inneign þeirra milli ævisafna til að minnka áhættuna eftir því sem nær dregur starfslokum.
Eignir samtryggingarsjóðs eru ávaxtaðar í sérgreindu verðbréfasafni og er markmið sjóðsins að tryggingafræðileg staða sé á hverjum tíma í jafnvægi.
Fjárfestingarstefna 2023 samþykkt af stjórn 29. nóvember 2022