Getum við aðstoðað?

Yfirlit og fréttabréf

14. febrúar 2019

Yfirlit og fréttabréf

Á næstu dögum mun yfirlitum yfir hreyfingar frá 1. júlí til 31. desember 2018 og stöðu í lok ársins vera dreift til sjóðfélaga ásamt fréttabréfi Almenna. Þeir sjóðfélagar sem afþakkað hafa að fá yfirlit send í pósti geta skoðað þau á sjóðfélagavef Almenna en þar er einnig hægt að sjá ítarlegri og stöðugt uppfærðar upplýsingar í myndrænni útgáfu, ábendingar um ávöxtunarleiðir, örorkuvernd og iðgjöld.

Sjóðurinn mælir með því að sjóðfélagar nýti sjóðfélagavefinn til að glöggva sig á lífeyrismálum sínum og afþakka pappírsyfirlitin. Það er einfalt að afþakka pappírsyfirlitin en ef sjóðfélagar hafa ekki þegar afþakkað þau birtist gluggi þegar vefurinn er opnaður sem býður upp á að afþakka yfirlitin.

Smelltu hér til að skoða fréttabréfið og hér til að skrá þig inn á sjóðfélagavefinn.