Hagkvæmasti sparnaðurinn
Viðbótarlífeyrissparnaður er hagkvæmasti sparnaðurinn sem völ er á, hvort sem ætlunin er að safna til eftirlaunaáranna eða inn á fyrstu fasteign.
- Þú getur safnað allt að 6% af launum til viðbótar við skyldusparnað og tekið út þegar þú ert 60 ára eða safnað fyrir fyrstu fasteign.
- Mótframlag launagreiðenda gerir það að verkum að þetta er ígildi 2% launahækkunar að vera með viðbótarlífeyrissparnað.
- Engir fjármagnstekjuskattar eru greiddir af viðbótarlífeyrissparnaði frekar en öðrum séreignarsparnaði.
- Viðbótarlífeyrissparnaður er ekki aðfararhæfur við gjaldþrot.
|
Byrjaðu núna með rafrænum skilríkjum eða fylltu út pdf skjal.