Getum við aðstoðað?

Viðbótarlífeyrissparnaður

Hagstæður eftirlauna- eða húsnæðissparnaður

Hvort sem ætlunin er að spara aukalega til að taka út eftir sextíu ára aldur eða nota til að greiða skattfrjálst inn á fyrstu fasteign er viðbótarlífeyrissparnaður skynsamlegur kostur.

Einstaklingar geta gert samning um viðbótarlífeyrissparnað sem felur í sér að dregið er allt að 4% af launum og greitt í séreignarsjóð auk 2% mótframlags frá launagreiðanda. Óhætt er að mæla með því að vera með viðbótarlífeyrissparnað en það eru nokkrir kostir við það.

2% launahækkun

Vegna mótframlags launagreiðenda samsvarar það 2% launahækkun að vera með viðbótarlífeyrissparnað. Þessa hækkun/mótframlag færðu ekki nema að vera með viðbótarlífeyrissparnað.

Enginn fjármagnstekjuskattur

Ekki er greiddur fjármagstekjuskattur af ávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar.

Þægilegt sparnaðarform

Launþegar gera samning um viðbótarlífeyrissparnað en launagreiðandi sér um að draga iðgjöldin frá og greiða þau.

Ekki bindandi

Ef einstaklingur lætur af störfum fellur samningurinn úr gildi þegar greiðslur hætta að berast. Einstaklingur getur einnig sagt upp samningi hvenær sem er.

Inneign skerðist ekki

Inneign hjá Almenna skerðist ekki og heldur áfram að ávaxtast ef sparnaður stöðvast tímabundið eða varanlega.

Ekki aðfararhæft

Ef svo óheppilega vill til að fólk lendi í fjárhagsvandræðum er ekki hægt að sækja í viðbótarlífeyrissparnað fólks.

Fyrsta fasteign

Það eru enn fleiri kostir sem fylgja viðbótarlífeyrissparnaði fyrir þá sem eru spara fyrir fyrstu fasteign. Smelltu hér til að skoða það.

mynd af húsi, tré og grindverki fyrir Húsnæðissafn Almenna