Getum við aðstoðað?

Þarf ég að sækja um ellilífeyri í öllum sjóðum sem ég hef greitt til?

15. september 2017

Nei, það er nóg að sækja um ellilífeyri hjá einum lífeyrissjóði. Samkvæmt samkomulagi lífeyrissjóða er gert ráð fyrir að sjóðfélagi sæki um hjá þeim sjóði sem hann greiddi síðast til og mun sjóðurinn hafa samband við aðra lífeyrissjóði fyrir hönd sjóðfélagans.