Miðlar sjóðurinn einhverjum persónuupplýsingum til annarra aðila?
16. júlí 2018
Lífeyrissjóðurinn þarf í ýmsum tilfellum að miðla persónuupplýsingum um sjóðfélaga til annarra aðila. Sjóðurinn úthýsir t.d. hýsingu á upplýsingatækniþjónustu, kaupir þjónustu af tryggingarstærðfræðingi og trúnaðarlækni. Jafnframt áframsendir sjóðurinn upplýsingar vegna lífeyris og iðgjaldagreiðslna til annarra lífeyrissjóða sem sjóðfélagar eiga réttindi hjá.