Miðlar sjóðurinn einhverjum persónuupplýsingum til annarra aðila?
16. júlí 2018
Lífeyrissjóðurinn þarf í ýmsum tilfellum að miðla persónuupplýsingum um sjóðfélaga til annarra aðila. Sjóðurinn úthýsir t.d. hýsingu á upplýsingatækniþjónustu, kaupir þjónustu af tryggingarstærðfræðingi og trúnaðarlækni. Jafnframt áframsendir sjóðurinn upplýsingar vegna lífeyris og iðgjaldagreiðslna til annarra lífeyrissjóða sem sjóðfélagar eiga réttindi hjá.
Almenni miðlar einungis persónuupplýsingum til þriðja aðila að fengnu samþykki eða þar sem slíkt er heimilt eða skylt samkvæmt lögum.