Hvað eru persónuupplýsingar?
16. júlí 2018
Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til einstaklings. Upplýsingar sem má rekja beint til einstaklings er t.d. nafn og kennitala og upplýsingar sem má rekja óbeint til einstaklings er t.d. símanúmer og lánsnúmer. Upplýsingar sem hafa verið gerðar ópersónugreinanlegar, þannig að ekki er hægt að rekja þær beint eða óbeint til einstaklings, teljast því ekki vera persónuupplýsingar.