Get ég tekið lán hjá sjóðnum?
14. september 2017
Sjóðurinn býður sjóðfélögum að sækja um fasteignalán.
- Ef þú hefur greitt sex af síðustu tólf mánuðum í skyldusparnað eða greitt 24 af síðustu 30 mánuðum í viðbótarlífeyrissparnað, ert lífeyrisþegi hjá sjóðnum, eða þú ert að endurfjármagna lán þitt hjá sjóðnum þá átt þú lánsrétt hjá sjóðnum.
- Þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign eiga lánsrétt frá greiðslu fyrsta iðgjalds til sjóðsins.
Lánareglur sjóðsins má lesa hér.
Til að sækja um lán þarf að fara inn á lánavef sjóðsins og sækja um lánið með rafrænum hætti. Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa hér til að fá frekari upplýsingar og ráðgjöf varðandi lán.