Getum við aðstoðað?

Get ég fengið aukagreiðslu úr séreignarsjóði?

15. september 2017

Sjóðfélagar Almenna geta fengið greitt úr séreignarsjóði frá 60 ára aldri. Lífeyrisgreiðslur úr séreignarsjóði eru að jafnaði greiddar einu sinni í mánuði, fyrsta hvers mánaðar. Hægt er að óska eftir greiðslu innan mánaðarins og greiðist hún 15. dag hvers mánaðar eða næsta virka dag. Óska þarf eftir greiðslum a.m.k. 2 virkum dögum fyrir útgreiðslu.