Getum við aðstoðað?

Er hægt að skipta réttindum milli hjóna?

15. september 2017

Skipting ellilífeyrisréttinda er gerð með samkomulagi sjóðfélaga og maka og fela í sér gagnkvæma og jafna skiptingu réttinda. Aðeins má skipta þeim réttindum sem áunnust á meðan hjúskapur eða sambúð varði. Með gagnkvæmri skiptingu er átt við að bæði hjónin þurfa að skipta réttindum sínum þannig að bæði veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Hlutfallið getur verið allt að 50%. Skipting áunninna réttinda þarf að eiga sér stað fyrir 65 ára aldur og er skilyrði fyrir því að hægt sé að skipta áunnum réttindum að sjúkdómar og heilsufar sjóðfélaga dragi ekki úr lífslíkum hans.