Getum við aðstoðað?

Undirbúningur fyrir lántöku

Lántöku fylgir mikil  skuldbinding og því nauðsynlegt  að undirbúa sig vel áður en lán er tekið.

  • Skoðið lán sem standa til boða. Berið saman kostnað og áætlaða greiðslubyrði.
  • Gerið sjálf greiðsluáætlun og metið hvort þið getið greitt af láni.
  • Kynnið ykkur lánsform sem í boði eru. Hvort hentar betur að taka lán með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum?
  • Kynnið ykkur vaxtakjör í boði. Þekkið mun á milli verðtryggðra og óverðtryggða lána og takið upplýsta ákvörðun um hvað hentar.
  • Farið vel yfir greiðslumat sem unnið er af lánveitanda og áttið ykkur á hvað fellst í niðurstöðu þess.

Ráðgjafar Almenna geta veitt nánari upplýsingar og ráðgjöf. Pantið tíma hér.

Greiðslumat og lánshæfismat

Til að umsækjandi geti fengið lán þarf hann að standast greiðslumat og lánshæfismat.  Almenni lífeyrissjóðurinn framkvæmir greiðslumatið.

Eftirfarandi gögn og upplýsingar þurfa að fylgja með umsókn um greiðslumat:

  • Staðfest afrit af síðasta skattframtali.
  • Staðfestingu á tekjum síðustu þriggja mánaða.
  • Staðfesting á eftirstöðvum og greiðslubyrði allra skulda.
  • Yfirlit yfir stöðu hjá Innheimtumanni ríkissjóðs.
  • Staðfesting á föstum greiðslum t.d. meðlags- og lífeyrisgreiðslum.

 

  • Veðbókarvottorð fasteigna í eigu lántaka.
  • Upplýsingar um ábyrgðarskuldbindingar.
  • Upplýsingar vegna framfærslu barna.
  • Fjöldi bifreiða á heimili.
  • Aðrar upplýsingar og gögn sem sjóðurinn óskar eftir og varpað geta ljósi á fjárhagsstöðu lántaka.

Sjá nánar um gögn og upplýsingar á umsóknareyðublaði.

Lánshæfismat er fengið hjá Creditinfo.  Til að standast lánshæfismat má það ekki vera metið lakara en í flokki D.

 

Fræðsla og reiknivél

Fræðsla
Á fræðsluvef Almenna er að finna greinar sem getur verið gagnlegt að lesa áður en lán er tekið.

Á vef neytendastofu eru birtar almennar upplýsingar og dæmi um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði lána, sjá hér.

 

Reiknivél
Í þessari lánareiknivél getur þú reiknað út áætlaða greiðslubyrði og hlutfallstölu kostnaðar sjóðfélagaláns miðað við mismunandi forsendur.

Fylla út umsókn

Ef öll gögn eru tilbúin getur þú sent inn umsókn.

  • Smelltu hér til að fylla út umsókn, samþykkja að sjóðurinn taki út lánshæfismat frá Creditinfo og beiðni um að Almenni framkvæmi greiðslumat.
  • Umsókn ásamt öllum fylgiskjölum skal senda á almenni@almenni.is eða skilað inn á skrifstofu sjóðsins í Borgartúni 25. Vinsamlegast pantið tíma hjá ráðgjafa hér áður en þið komið með skjölin.

Fylgiskjöl

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja:

  • Staðfest afrit af síðasta skattframtali
  • Staðfesting á tekjum síðustu þriggja mánaða
  • Yfirlit yfir stöðu hjá Innheimtumanni ríkissjóðs
  • Staðfesting á föstum greiðslum t.d. meðlags- og lífeyrisgreiðslum
  • Afrit af síðustu greiðslukvittunum þeirra lána sem hvíla á fasteigninni og afrit af tryggingabréfum sem hvíla á eigninni.
  • Upplýsingar um ábyrgðaskuldbindingar
  • Afrit af þinglýstum kaupsamningi hafi eignin skipt um eigendur á síðustu þremur árum.
  • Nýtt veðbókarvottorð (sjóðurinn getur útvegað það, kostnaður skv. gjaldskrá).
  • Húseignir í smíðum þurfa að vera komnar með fokheldisvottorð ásamt smíðatryggingu.