Getum við aðstoðað?

Lærðu á sjóðfélagavefinn

Dagana 26. og 27. febrúar býðst sjóðfélögum Almenna einkakennsla á sjóðfélagavefinn og rafræn skilríki hjá ráðgjöfum sjóðsins. Kennslan ætti að taka 15-30 mínútur. Þeir sem áhuga hafa er bent á að velja óskadagsetningu og tíma innan dags sem hentar. Þá hefur ráðgjafi sjóðsins samband og bókar nánari tímasetningu.

Athugið að fjöldi þeirra sem komast að er takmarkaður.

[contact-form-7 id=“13252″ title=“Lærðu á tímamótatólið – Einkakennsla 26. og 27. febrúar“]

 

 
 


Lipur sjóðfélagavefur

Sjóðfélagavefur Almenna er lipurt tól í upplýsingamiðlun sem hlotið hefur lof þeirra sem reynt hafa. Þar geta sjóðfélagar glöggvað sig á stöðu sinni í lífeyrismálum, réttindum og séreign og nýtt sér gagnvirkar reiknivélar við að gera áætlanir.
Mynd af pari um sextugt að skoða skjöl

Með rafrænum skilríkjum er auk þess hægt að skipta um ávöxtunarleið, hefja töku lífeyris, stýra úttekt séreignar, gera samning um viðbótarlífeyrissparnað og fleira.

Upplýsingarnar eru settar fram á myndrænan og skilanlegan máta.