Kristófer Már Maronsson, 29 ára

Sérfræðingur í greiningu fjárhagsupplýsinga 

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Byggðastofnun, sérfræðingur í greiningu fjárhagsupplýsinga frá 2021
  • CenterHotels – greiningar frá 2011
  • Fjallalamb hf. – stjórnarmaður frá 2022
  • aha.is 2017-2021 – rekstrarstjóri (2017-2019) og fjármálastjóri (2019-2021)
  • Hagfræðistofnun Háskóla Íslands 2015-2017 – stjórnarmaður
  • Stúdentaráð Háskóla Íslands 2015-2017 – framkvæmdastjóri (15-16) og formaður (16-17)
  • Félagsstofnun stúdenta 2016-2017 – áheyrnarfulltrúi í stjórn

Námsferill:

  • Verzlunarskóli Íslands, hagfræðibraut – 2013
  • Háskóli Íslands, Hagfræði BA – 2021
  • Háskóli Íslands, Opinber stjórnsýsla viðbótardiplóma – 2023

Ástæður framboðs:

Lífeyrismál eru mikilvægur hluti af lífinu, en þó hefur mér þótt skorta áhuga fólks á þeim. Ég hef furðað mig undanfarið á takmörkuðu valfrelsi sjóðfélaga til að ávaxta séreignarsparnaði. Hljóti ég umboð sjóðfélaga til stjórnarstarfa mun ég leggja höfuðáherslu á að ávöxtun sameiginlegra sjóða verði viðunandi, en einnig beita mér fyrir meira valfrelsi sjóðfélaga. Ég sé fyrir mér að hver sjóðfélagi geti með reglulegu millibili sett sína eigin fjárfestingarstefnu fyrir séreignarsparnað, hafi hann áhuga á því. Ég mun einnig nýta tímann til að vekja áhuga fólks á lífeyrissparnaði, t.d. með nýjum lausnum og meira frelsi. Árið 2016 viðraði ég hugmyndir um að fólk geti notað lífeyrissparnað til þess að eignast húsnæði, sem var upphafið að lögum um fyrstu fasteign og jók áhuga á lífeyrismálum. Taki ég sæti í stjórn tel ég að fjölbreytileiki stjórnar muni aukast, nú þegar eru reynslumiklir og hæfir einstaklingar í stjórn en aldursdreifing lítil.