Getum við aðstoðað?

Heiða Óskarsdóttir, 48 ára

Sjálfstætt starfandi lögmaður

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum, nefndarmaður. 2022-
  • Vörður tryggingar hf., yfirlögfræðingur og regluvörður. 2021-2022
  • Vörður tryggingar hf., forstöðumaður tjónasviðs, teymisstjóri o.fl. 2007-2021
  • Sjóvá-Almennar tryggingar hf., lögfræðingur. 2005-2007
  • Skattstjórinn í Reykjavík, lögfræðingur, 2002-2004.

Námsferill:

  • Executive MBA, Háskóli Íslands, 2024 (útskrifast í júní)
  • Viðurkenndur stjórnarmaður, Akademias, 2021
  • Lögmannsréttindi fyrir héraðsdómi, 2006
  • Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, 2002

Ástæður framboðs:

Það er sjálfsagður réttur allra að geta átt áhyggjulaus efri ár. Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að stuðla að því að Almenni lífeyrissjóðurinn haldi áfram að vera öflugur lífeyrissjóður sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu og tryggi á sama tíma sjóðsfélögum sínum sem hæstan lífeyri við starfslok.

Stjórn lífeyrissjóðs ber mikla ábyrgð og nauðsynlegt að stjórnarmenn hafi víðtæka þekkingu og reynslu þar sem heiðarleiki og traust er í fyrirrúmi. Allt eru þetta kostir sem ég bý yfir og langar mig því að bjóða fram krafta mína í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.