Fyrsta fasteign – 85% lán og skattfrjáls sparnaður
Allt að 85% lán
- Sjóðfélagar Almenna geta sótt um allt að 85% lán vegna kaupa á fyrstu fasteign.
- Hámarkslán með 85% veðhlutfalli er 50.000.000 kr, þó ekki hærra en samtala brunabóta- og lóðamats
- Um er að ræða viðbótarlán frá 70% og til 85% af kaupverði.
- Viðbótarlán er aðeins veitt ef lán upp í 70% er einnig hjá Almenna.
- 0,75% álag bætist við þau vaxtakjör sem valin eru í grunninn.
- Þegar fyrstu iðgjöld berast sjóðnum er sjóðfélagi orðinn virkur.
- Nýir sjóðfélagar sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign eru orðnir sjóðfélagar þegar fyrstu iðgjöld berast.
- Með viðbótarlífeyrissparnaði er hægt að greiða skattfrjálst inn á lán í 10 ár allt að 5 milljónir fyrir einstakling, 10 milljónir fyrir par. Mjög hagstætt.
- Hér má sjá lánareglur Almenna í heild.
Smelltu hér til að sækja um að gerast sjóðfélagi (skyldusparnað, ef þú ert ekki sjóðfélagi fyrir)
Smelltu hér til að sækja um viðbótarlífeyrissparnað til að spara skattfrjálst inn á höfuðstól lánsins eða upp í útborgun.
Smelltu hér til að sækja um lán
Skattfrjáls sparnaður
- Hægt að spara skattfrjálst samfellt í 10 ár upp í útborgun eða inn á höfuðstól láns fyrstu fasteignar
- Einstaklingur getur sparað allt að 500 þúsund á ári eða 5 milljónir samtals.
- Par getur sparað allt að 1 milljón á ári eða 10 milljónir samtals.
- Eingöngu er hægt að nota viðbótarlífeyrissparnað til að spara skattfrjálst inn á lán. Ekki er hægt að nota séreignarsparnað sem verður til með skyldusparnaði.
- Hægt að nýta að hluta upp í útborgun og að hluta inn á höfuðstól láns eftir kaup.
Smelltu hér til að sækja um viðbótarlífeyrissparnað