Yfirlit og fréttabréf
27. september 2016
Þessa dagana er sjóðfélögum að berast yfirlit yfir hreyfingar á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2016. Við viljum hvetja sjóðfélaga til að bera yfirlitin saman við launaseðla til að kanna hvort allar greiðslur hafi borist. Fréttabréf um starfsemi sjóðsins á fyrri hluta ársins fylgir yfirlitinu. Í fréttabréfinu er lögð áhersla á átaksverkefni stendur yfir út árið 2016 þar sem sjóðfélagar eru hvattir til að nota sjóðfélagavefinn og afþakka yfirlit í pósti. Einn heppinn sjóðfélagi sem afþakkað hefur pappír fær iPad Pro í lok árs. Á sjóðfélagavef Almenna er alltaf hægt að skoða stöðu sína og áætla eftirlaun, breyta um ávöxtunarleið, gera samninga og fleira með rafrænum skilríkjum. Fréttabréfið sem dreift er með yfirlitunum má sjá með því að smella hér.