Getum við aðstoðað?

Yfirlit að berast

10. febrúar 2014

Þessa dagana er sjóðfélögum að berast yfirlit yfir innborganir á seinni hluta síðasta árs, inneign um áramót og ávöxtun ársins 2013. Yfirlitinu fylgir einnig fréttabréf sem hægt er að sjá með því að smella hér. Við hvetjum sjóðfélaga til að fara yfir innborganir og stöðu til að kanna hvort allar innborganir hafi borist og fylgjast með sjóðsöfnun sinni. Á sjóðfélagavef er einnig, hvenær sem er, hægt að kanna stöðuna og innborganir til dagsins í dag og daglega er staða ávöxtunarleiða uppfærð hér á vefnum. Fyrir þá sem vilja fara nánar yfir málin viljum við benda á stöðufundina okkar sem eru einkafundir. Hægt er að bóka stöðufund með því að smella hér eða með því að hringja í síma 510 2500.

Við minnum á samlokufundinn um ávöxtun og horfur  sem haldinn verður á fimmtudaginn 13.  febrúar kl. 12 í Borgartúni 25. Smelltu hér til að boða komu þína.