Upplýsingafundur fyrir sjóðfélaga
01. mars 2013
Almenni lífeyrissjóðurinn hélt vel heppnaðan upplýsingafund fyrir sjóðfélaga fimmtudagskvöldið 28. febrúar 2013 á Hilton Reykjavík Nordica um ávöxtun sjóðsins 2012 og horfur á árinu 2013. Fundinn sóttu um 130 sjóðfélagar sem er ein besta aðsókn á sjóðfélagafund frá upphafi. Fundarstjóri var Sigurbjörn Sveinsson, læknir, formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins.
Á fundinum voru flutt eftirfarandi erindi:
Gott ár að baki, hvað er framundan?
Kristjana Sigurðardóttir, fjárfestingarstjóri, og Helga Indriðadóttir, sjóðstjóri, fóru yfir ávöxtun sjóðsins árið 2012, eignasamsetningu ávöxtunarleiða og ræddu um horfur á árinu 2013. Glærur.
Hvert stefnir Icelandair Group?
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, ræddi um Icelandair Group, stöðu félagsins á hlutabréfamarkaði og framtíðarsýn. Glærur.
Þinn tími mun koma, vertu undirbúinn
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, ræddi um lífeyrissparnað og mikilvægi hans fyrir einstaklinga. Glærur.