Getum við aðstoðað?

Þétt setið á sjóðfélagafundi

24. febrúar 2015

Hvert sæti var skipað áhugasömum sjóðfélögum á fundi Almenna lífeyrissjóðsins um ávöxtun og horfur sem haldinn var í húsnæði sjóðsins miðvikudaginn 18. febrúar síðastliðinn. Helga Indriðadóttir og Grétar Már Axelsson, sem bæði eru sjóðstjórar hjá Almenna lífeyrissjóðnum héldu erindi og var vel tekið. Fram kom, meðal annars, að ávöxtun ársins 2014 hefði verið góð hjá sjóðnum sem og síðustu 5 ára. Glærukynninguna í heild sinni má sjá hér.

2015.02.18 samlokufundur

Almenni lífeyrissjóðurinn vill vekja athygli á ársfundi sjóðsins sem haldinn verður á Icelandair Hotel Natura þriðjudaginn 17. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar um ársfundinn verða birtar hér á síðunni þegar nær dregur.

2015.02.18 Helga á samlokufundi