Getum við aðstoðað?

Skattaafslátt, já takk!

01. júní 2014

Flestir þurfa að spara 4% til að fá fullan skattaafslátt

Nú er hægt að sækja um að greiða viðbótarlífeyrissparnað inn á lán á síðunni www.leidretting.is. Við hvetjum sjóðfélaga til að gera það og nýta sér skattaafsláttinn sem er í boði. Hámarksinnborgun einstaklinga inn á lán er 500.000 á ári í þrjú ár en 750.000 þúsund fyrir hjón eða samskattaða einstaklinga.

  • Til að fullnýta skattaafsláttinn með 2% iðgjaldi þarf einstaklingur að hafa um 1.400 þúsund í mánaðarlaun en hjón um 2.100 þúsund. 
    • Ástæðan er sú að hámarksframlag launagreiðanda er 167.000 fyrir einstaklinga en 250.000 fyrir hjón.
    • Flestir þurfa því að hækka iðgjaldið í 4% til að fullnýta skattaafsláttinn.
  • Miðað við 4% þarf einstaklingur að hafa 695 þúsund í mánaðarlaun en hjón 1.040 þúsund.

Smelltu hér til að gera samning um viðbótarlífeyrissparnað með rafrænum skilríkjum eða hér til að fylla út samning á pdf formi.

Smelltu hér til að senda fyrirspurn um hvort þú ert með 2% eða 4% iðgjald.

Hér er að finna sérstaka upplýsingasíðu um innborgun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á lán.