Raunveruleikur Almenna
10. maí 2023
Þessa dagana hefur göngu sína leikur á netinu sem Almenni lífeyrissjóðurinn hefur þróað í samvinnu við Sahara og Playable. Leiknum er ætlað að kynna þann frumskóg af framandi hugtökum um lífeyrismál og fjármál sem bíða þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu.
Almenni hefur góða reynslu af því að nota leiki eða keppni til að vekja áhuga en sjóðurinn hefur verið með spurningaleiki bæði á Framadögum háskólanna og þegar háskólanemar hafa komið í heimsókn. Það hefur mælst vel fyrir, skemmtileg stemning hefur myndast og það sem meira er, fólk virðist taka betur eftir. Raunveruleikur Almenna er tilraun til að stíga næsta skref og víkka frekar út notkun á leikja til að fræða fólk um lífeyrismál og vonandi skemmta um leið. Von sjóðsins er að Raunveruleikur Almenna hljóti góðar viðtökur.
Leikurinn er í þremur þrepum sem þyngjast smám saman en í hverju þrepi þarf að svara þremur spurningum rétt til að komast í næsta þrep. Hægt er að reyna eins oft og þörf er á til að ljúka leiknum og ef svörin eru röng eru tenglar á viðeigandi upplýsingasíður. Almenni er með sérstaka upplýsingasíðu fyrir nýliða á vinnumarkaði þar sem finna má ýmsan almennan fróðleik um fyrstu skrefin í atvinnulífinu. Þar er að finna allt frá góðum ráðum til undirbúa atvinnuviðtalið yfir í upplýsingar um hvað lífeyrissjóður er. Upplýsingarnar eru bæði í formi myndbanda og einfalds texta og upplagt að nota þær til að undirbúa þátttöku í leiknum og/eða atvinnulífinu.
Smelltu hér til að prófa Raunveruleik Almenna
Smelltu hér til að skoða Nýliðasíðu Almenna